18.desember 2003
Nýja síðan er komin í loftið, Nonni.Us!! Sjálfvirkur flutningur eftir 10 sekúndur! Spennið beltin og haldið ykkur fast!!
17.desember 2003
Haldið þið að ég hafi ekki þurft að skafa bílinn í morgun?!? Nokk skrýtið ef hugsað er til þess að ég sló blettinn fyrir tveimur vikum!! Annars er grasið orðið gult á litinn hjá flestum nema þeim sem hafa Augustine gras í garðinum hjá sér. Fyndið að sjá einn og einn blett í hverfinu ennþá grænan.
Annars er ég að vinna í myndum og mun birta þær hérna í vikunni. Veiðimyndir, myndir af Alex og ýmislegt jóladót.
4.desember 2003
Fjórar nýjar myndir í myndaalbúminu! Jibbý!
2.desember 2003
Fór á dádýra veiðar um helgina í norðvesturhluta Texas sem nefnist í daglegu máli "Panhandle" eða pönnuhandfangið. Kom tómhentur heim í þetta skiptið þó ég hefði auðveldlega getað náð í tvö dýr nema hvað það var bannað að skjóta þau. Maður verður víst að fara eftir reglum veiðivarðarins hérna sem annars staðar. Náði samt góðum myndum af báðum dýrunum og mun birta þær þegar þær koma úr framköllun. Er í því að bræða saman veiðisögu (jæja, myndatökusögu allavega) og mun plaffa henni á síðuna fljótlega.
24. nóvember 2003
Loksins komið haust hérna í Dallas. Kalt og hvasst í gær og frost í nótt, hitinn fór niður í -2 gráður. Arininn brúkaður í gærkvöldi með tilheyrandi kakói og kexi sem Leslie bakaði. Alexandra dugleg að bæta viði í arininn, hún bar hann inn úr bílskúrnum í járnfötunni en ég hjálpaði henni að setja hann á eldinn.
Mánuður til jóla! Ætli ég fái haglabyssu frá jólasveininum?
13. nóvember 2003
Jæja, þetta er allt að koma til. Búinn að ná loksins í ftp forritið frá Brotha'Bubba og "braust" inn í administrator hérna á tölvunni í vinnunni til að lóda þessu helvíti. Loksins kominn með aðgang að Nonni.us. Vantar bara smá tíma til að hanna þetta og ákveða hvernig síðan á að vera. Einhverjar hugmyndir?
9. nóvember 2003
Sunnudagskvöld.. var kallaður aftur út, annað kvöldið í röð. Helv... svissarnir hérna alltaf að klikka. Sama vandamál og í gær. Annars kom Alex með mér í vinnuna, alltaf gaman að koma í vinnuna til pabba síns, hlaupandi út um allt eins og hún sé með víðáttubrjálæði. Líkt og þegar krakkar fara í bíó og eru síðan hlaupandi upp og niður gangana í hléinu.
Annars þarf ég að fara að dröslast til að fá ftp forritið frá Brotha'Bubba (Doddi bró) til að geta flutt mig yfir á nonni.us! Get bara ekki lódað það í tölvuna hérna í vinnunni, er ekki með admin passann á tölvudrusluna. Svo hef ég ekki haft tíma í að búa til nýja síðu sem myndi fara á nonnann. Maður er hlaupandi inn og út úr vinnunni í kapp við traffíkina hérna í Dallas. Ef ég er hálftíma seinna að labba út þýðir það að ég er kominn heim einum klukkutíma seinna en ella. Umferðin margfaldast á nokkrum mínútum. Ímyndið ykkur traffík í Reykjavík með 700 þús bíla í allar áttir! Svona er Dallas í dag.
7. nóvember 2003
Schwæsinn maður.... hef engann tíma aflögu í helv.. vefsíðugerð. Þarf að rölta niður Walmart (Hagkaup) og fjárfesta í tíma!
28. október 2003
Nýjar myndir á myndasíðunni. Er að vinna í því að flytja yfir á nonni.us, bara gengur hægt, er nú svo hægfara að öllu hvort eð er, vitleysingurinn ég!
14. október 2003
Velkomin á heimasíðu Nonna málara! Er í því að mála gólfið í UPS tækjagólfinu. Maður er ekki alltaf að tengja ljósleiðara sko!! hmmmm!! Fjölbreytni í vinnunni er algjört möst! Svo erum við komin með "nýliða" í vinnuna. Jói Farsi er maður nefndur og er eitthvað um 45 ára gamall. Svo ég var settur í það að kenna honum allt um bæði PAIX og Switch and Data fyrirtækin. Nonni leiðbeinandi, Nonni kennari, Nonni málari og Nonni rafvirki! Hvenær kemur síðan kauphækkunin spyr ég bara?? hmmm??
Já svo biðst ég forláts á þessum helvítis pop-up auglýsingum sem koma um leið og þið opnið vefsíðuna. Tími til kominn að fjárfesta í alvöru domain dóti www.nonni5.com ....... er það ekki bara? Svona þegar Leslie er kominn aftur með vinnu!
Eldri pistlar!